Á vorin eru gjarnan einn til tveir útivistardagar í Höfðaskóla. Þá geta nemendurnir valið sér verkefni utan skólans. Eitt af verkefnunum í maílok 2008 var að ganga á Spákonufellið. Hópurinn á myndinni valdi það og myndin var tekin á Borgarhausnum 23. maí. Sitjandi frá vinstri: Stefán Velemir, Indriði Björnsson, Óskar Björnsson, Guðjón Páll Hafsteinsson, Ellen Sigurjónsdóttir, Viktor Örn Valdimarsson og Ingimar Guðjónsson. Standandi frá vinstri: Ágúst Ingi Ágústsson kennari, óþekkt, Kristbjörg Ragnheiðardóttir, Silfá Sjöfn Árnadóttir, Torfi Friðrik Magnason og Telma Dögg Bjarnadóttir. Ef þú þekkir óþekktu stúlkuna vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.