Mynd vikunnar- Gleðileg jól!
18.12.2015
Gleðileg jól.
|
|
"Þegar lægst er á lofti sólin, loksins koma jólin........" Myndin var tekin þegar Gluggagægir kom í heimsókn á leikskólann Barnaból á litlu jólum 1991. Litlu jólin eru mikill hátíðisdagur barnanna því þá koma jólasveinar í heimsókn og allir dansa með þeim kringum skreytt jólatré og þiggja eitthvert góðgæti úr pokanum hjá sveinka. Ljósmyndasafnið óskar öllum gleðilegra jóla og friðar og farsældar á komandi tímum. Um leið þakkar safnið öllum þeim sem sýnt hafa því áhuga og velvilja, til dæmis með að senda inn ábendingar og leiðréttingar vegna mynda safnsins. Einnig þökkum við þeim sem hafa laumað að okkur myndum úr einkasafni sínu. Þannig myndum er öllum skilað aftur til eigenda eftir að hafa verið settar út á netið svo aðrir geti notið þeirra. Jól Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um fegurð. Stíg ég hreinn upp úr bala á eldhúsgólfinu, signdur af þreyttri móður, færður í nýja skyrtu. Jól, fagnaðartár fátæks barns - (Höf.:Jón úr Vör) (Höf.:Jón úr Vör) |