Myndir frá vel heppnuðu menningarkvöldi

Menningarkvöld var haldið á 30. desember sl. í Kántrýbæ á Skagaströnd. Húsið fylltist og allir skemmtu sér afar vel. Fyrir utan að bjóða upp á góða skemmtun var markmiðið að safna fé fyrir fjölskyldu sem lent hafði með börn sín í alvarlegum slysum.

Ekki er enn ljóst hversu mikið safnaðist en það verður gefið upp um leið og öll framlög hafa skilað sér.

Meðfylgjandi eru myndir sem Hugrún Sif Hallgrímsdóttir tók. Skemmtiatriðin voru mörg og óvenjuleg. Spákonurnar á Skagaströnd sögðu í blöndu af gamni og alvöru frá komandi tímum. Ari Eldjárn, uppistandari, mætti á staðinn og skemmti fólki á sinn einstaka hátt.

Fjöldi góðra tónlistarmanna eru á Skagaströnd og stigu margir þeirra á svið og léku við hvern sinn fingur og ekki síður á raddböndin.