Myndlistarsýning á Dvalarheimilinu Sæborg

Myndlistarsýning nemenda í Leikskólanum Barnabóli sem staðið hefur yfir í Landsbanka Íslands síðan 13. apríl var sett upp á Dvalarheimiliinu Sæborg á Skagaströnd rétt fyrir páskana, en Pétur Eggertsson forstöðumaður Sæborgar hafði óskað eftir að fá sýninguna næst. Leikskólabörnin sáu sjálf um að flytja listaverkin og hengja upp á veggi í matssalnum hjá vistmönnum Sæborgar. Það stefnir greinilega í að þetta verði að farandsýningu, svo allir bíða spenntir eftir því hvert hún fer næst! Listamennirnir eru að vonum ánægðir með þessar góðu móttökur og vona að verk þeirra gleði augu Sæborgarbúa. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri