18.02.2004
Myndlistarsýning nemenda í Leikskólanum Barnabóli
var formlega opnuð í Landsbanka Íslands á
Skagaströnd s.l. föstudag.
“Landsbankinn hefur staðið fyrir myndlistasýningum
aðallega í Reykjavík og á Akureyri. Nú er komið að
yngstu kynslóðinni. Landsbankinn setti af stað í byrjun
janúar samvinnuverkefni með nokkrum leikskólum á
þeim stöðum sem bankinn er með útibú á Norðurlandi,
en það er á Akureyri, Sauðárkróki, Húsavík, Kópaskeri,
Raufarhöfn og hér á Skagaströnd“ sagði Gunnlaugur
Sigmarsson útbússtjóri við opnun sýningarinnar á
föstudaginn, um leið og hann bauð gesti hjartanlega
velkoman.
Gunnlaugur sagði þema sýningarinnar vera GLEÐI og
að Landsbankinn þakkaði öllum þeim sem komu að
þessu ánægjulega verkefni kærlega fyrir skemmtilegt
samstarf um leið og bankinn hvetti alla til að koma og
skoða sýninguna og sjá þessar skemmtilegu myndir.
Helga Bergsdóttir leikskólastjóri sagði að starfsfólk
Barnabóls hafi tekið vel í þessa hugmynd
landsbankamanna, að opna sýningu í bankanum, því
eins og allir vita eru fjölmargir listmenn á Barnabóli sem
framleiða listaverk í löngum bunum. Það fór smá tími
hjá okkur í vangaveltur, um hvernig best væri að
framkvæma þetta með börnunum og eins hvernig
listaverk við vildum setja á sýninguna. Skoðaðir voru
ýmsir möguleikar og gerðar tilraunir með efni og form.
Það varð úr að hver hópstjóri valdi ákveðið form eða
aðferð sem börnin voru látin vinna með, misflókið allt
eftir aldri barnanna. Það voru stoltir listamenn sem
mættu með foreldrum sínum til formlegar opnunar
sýningarinnar á föstudaginn.