Myndlistarsýning og Úkraínukaffi

Myndlistarsýning og Úkraínukaffi í Bjarmanesi
föstudaginn langa, 15. apríl, 13:00 – 18:00

Á „lengsta“ degi ársins ætlar Gleðibankinn að gera tilveruna aðeins litríkari með því að standa fyrir myndlistarsýningu heimamanna í Bjarmanesi
og um leið vera með vöfflukaffi til styrktar íbúum Úkraínu.

Sýnendur eru:
Dagný Marín Sigmarsdóttir, Gígja Óskarsdóttir, Herdís Jakobsdóttir, Valdimar Viggósson og Vésteinn Sigurðsson.

Vöfflukaffið kostar 1.000.- kr. Ath. að ekki er posi á staðnum.

Styrktaraðilar: Sveitarfélagið Skagaströnd, Vilko og H-59.

Sjáumst hress og látum gott af okkur leiða.

Gleðibankinn
gefur lífinu lit