Myndvinnslu-námskeið

Lærið að meðhöndla “digital”, (stafrænu), myndirnar ykkar á stuttu og hnitmiðuðu námskeiði. Farið er yfir grunnatriði í lagfæringum og breytingum á myndum, skönnun, vistun og frágang mynda til að setja þær á veraldarvefinn, senda í tölvupósti eða prenta þær eftir mismunandi leiðum. Unnið er með verkfæri og skipanir til að afmarka og vinna með hluta myndar, sýnd meðferð lita og notkun „layera". Notast verður við Photoshop forritið. Námskeiðið tekur 6 klst. og verður haldið 16. og 18. nóvember .kl. 19.30 – 22.30 í tölvuveri Höfðaskóla Skagaströnd. Námskeiðið kostar kr. 6.000.- A.T.H. nauðsynlegt er að hafa grunnþekkingu á tölvum og tölvunotkun til að taka þátt í þessu námskeiði. Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 895-2227, eða senda tölvupóst á johann@blonduskoli.is merkt “myndvinnsla” (Allir þáttakendur á námskeiðinu fá disk með nýjasta myndvinnslu-forritinu “ Adobe Photoshop Elements “ ).