Farskólinn mun halda eftirfarandi námskeið á Skagaströnd vorið 2020:
11. mars kl. 18:00-22:00 - Að setja mörk
Í krefjandi starfsumhverfi, jafnt sem í lífinu almennt getur verið mikilvægt að kunna að setja mörk af ábyrgð, vinsemd og festu.
Á námskeiðinu eru gefin ráð í samskiptatækni. Lögð er áhersla á að láta ekki stýrast af framkomu, ójafnvægi eða óskipulagi annarra og að kunna að segja “nei” en að hafa samskipti
skýr og vinsamleg.
17. mars kl. 18:00-21:00 - Styrkleiki í lífi og starfi
Á námskeiðinu munu þátttakendur fá grunnfærni í styrkleikanálgun, að þekkja eigin styrkleika og hafa verkæri til að vinna með þá áfram í bæði
einkalífi sem og starfi.
Eftirfarandi námskeið verða haldin í samvinnu Farskólans við Ölduna stéttarfélag, Samstöðu, Kjöl, Sameyki og Verslunarfélag Skagafjarðar haldin á Skagaströnd vorið 2020. Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjald
á þessum námskeiðum að fullu fyrir sína félagsmenn.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
4. mars kl. 18:00-21:00 - Matreiðslunámskeið - miðausturlönd
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hráefni og krydd sem notuð eru í rétti frá Líbanon, Marokko, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi. Lagaðir nokkrir smáréttir frá ýmsum löndum. Að lokum er slegið upp veislu þar sem allir smakka afraksturinn.
7. maí kl. 16:00-19:00 - Grunnatriði hjóla og hjólreiða
Langar þig að fræðast meira um hjólið þitt og um hjólreiðar almennt? Það eru mörg atriði sem gott og nauðsynlegt er að kunna í hjólreiðunum, sama á hvernig hjóli þú ert. Markmið námskeiðisins er að hjálpa þátttakendum að velja hjól, nota hjól, stilla hjól, hirða um hjól, o.fl. Farið verður vítt og breytt um svið hjólreiða þannig að þátttakendur eigi auðveldara með að taka næsta skref í hjólamennsku.
Skráningar og frekari upplýsingar á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is í síma 455-6010, en einnig má sjá allar upplýsingar á facebook síðu Farskólans