Kjölur stéttarfélag vill gjarnan bjóða félagsmönnum
sínum á eftirtalin námskeið þeim að kostnaðarlausu.
Matjurtagarðurinn þinn.
Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært um sáningu, ræktun, umönnun í
ræktun matjurta, jarðveg og áburðargjöf. Sýndar eru mismunandi gerðir
ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Saga matjurtaræktar á Íslandi reifuð, skýrt
frá uppruna tegundanna sem teknar eru til umfjöllunar, eðliseinkennum um 40
tegunda og yrkja ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt
matjurta. Farið er yfir sjúkdóma og lýst nokkrum aðferðum við geymslu og
matreiðslu.
Leiðbeinandi Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur
Lengd: 3 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 18.apríl 17 – 20.
Blönduós 18.apríl 13 – 16.
Hvammstangi 18.apríl 9 – 12.
Siðfræði og samskipti.
Hvernig er hægt að nota siðfræðikenningar til að takast á við verkefni daglegs
lífs? Hvaða verkfærum býr siðfræðin yfir til þess að takast á við vandamál?
Hvernig er hægt að nota hana markvisst til að meta gildi og verðmæti. Arnrún
fjallar einnig um siðfræði og samskipti. Framkoma skiptir öllu í mannlegum
samskiptum.Hvernig getur siðfræðin hjálpað til? Fyrirlestur, umræður og
verkefnavinna.
Leiðbeinandi Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi í
hagnýtri siðfræði.
Lengd: 4 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 11.mars 17 – 21.
Blönduós 12.mars 17 – 21.
Hvammstangi 17.mars 18 – 22.
Spjaldtölva (iPad) fyrir byrjendur.
Hagnýtt námskeið fyrir byrjendur. Farið yfir grundvallaratriðin í iPad eða
spjaldtölvum og helstu forrit sem fylgja tækinu. Kennt á „App store“ og hvernig
á að finna og ná í hentug forrit. Farið í helstu stillingar.
Leiðbeinandi Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og sérfræðingur.
Lengd 3 klst.
Hvenær:
Sauðárkrókur 23.febrúar 17 – 20.
Blönduós 9.mars 17 – 21.
Hvammstangi 23.mars 18 – 22.