Námskeið í málun

Halldór Árni Sveinsson sem dvelur nú í júlí hjá Nes-listamiðstöð á Skagaströnd stendur fyrir almennu námskeiðið í málun. Það verður haldið hjá Nes-list að Fjörubraut og mun standa yfir í þrjá daga, frá þriðjudeginum 22. til 24. júlí frá kl. 19.30 -  22.30. Þátttakendur fá leiðsögn í olímálun, vatnslitamálun og/eða meðferð pastel- eða olíukrítar.

Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum sem og þeim sem lengra eru komnir.

 

Æskilegt er að þátttakendur taki með sér það sem þeir eiga af litum og lérefti en slíkt verður einnig hægt að kaupa á staðnum gegn vægu gjaldi.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Halldór Árni Sveinsson myndlistamaður og kennari. Hann er menntaður auglýsingateiknari frá Myndlista- og 

handíðaskóla Íslands og hefur víða kennt málun og listgreinar m.a. í  

Námsflokkum Hafnarfjarðar sl. 20 ár.

 

Halldór hefur haldið nokkar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. 

Verk hans eru í eigu fjölda fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

 

Námskeiðið - sem er ókeypis - er hugsað sem lítill þakklætisvottur fyrir frábærar móttökur heimamanna hér á Skagaströnd.

 

Þar sem takmarka verður þátttöku á námskeiðinu við 8 manns er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku til Halldórs í síma 8565857, sem mun einnig veita allar frekari upplýsingar.