Námskeið í skrifstofutækni

 

Nú er að hefjast námskeið í skrifstofutækni á vegum sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu, Svæðisvinnumiðlunar og stéttarfélaga.

Námskeiðið er sett upp í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra og kallað:

Skrifstofubrautin

 

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga fyrir að bæta stöðu sína með tilliti til þess að ný skrifstofustörf eru væntanleg bæði á Skagaströnd og Blönduósi.

 

Kennslan fer fram í grunnskólanum á Blönduósi, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl 19.00 – 22.00.

 

Námið hefst 20. febrúar og stendur til 30. maí 2006.

 

Ákveðið hefur verið að þeir sem að námskeiðinu standa muni greiða niður kostnað og að hver þátttakandi greiði aðeins 10.000 kr. í námskeiðsgjald.

 

Á “skrifstofubrautinni” verður lögð áhersla á eftirtaldar námsgreinar:

  • Sjálfstraust og samskipti         
  • Námstækni                                       
  • Windows                                          
  • Fingrasetningu og þjálfun                 
  • Ritvinnslu
  • Töflureikni
  • Tölvupóst og internet
  • Verslunarreikning
  • Bókhald
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Framkvæmdaáætlun
  • Ferilsskrá

 

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Svæðisvinnumiðlun á Blönduósi í síma 455 4200 og hjá Farskólanum í síma 455 6010.

Reiknað er með að takmarkaður fjöldi nemenda komist að og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig hið fyrsta.