Textílsetur Íslands verður með námskeið í vattarsaumi helgina 27. og 28. febrúar.
Vattarsaumur er forn aðferð sem er eldri en bæði prjón og hekl.
Aðferðir við vattarsaum eru margar en byggja allar á að unnið er með þráð og grófa nál, vattarsaumsnál. Unnið er með léttlopa eða hespulopa.
Nemendur læra amk. tvær aðferðir, en margar aðferðir eru þekktar og kennari er með mörg sýnishorn.
Námskeiðið er 18 kennslustundir og kostar 19.500 krónur.