Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði í gamla kólahúsinu Bjarmanesi Skagaströnd mánudaginn 7. febrúar 2011. Viðfangsefni námskeiðsins var að kynna hvernig nýta má einingarkubba í leik- og grunnskólastarfi.
Fyrirlesarar voru: Guðlaug Grétarsdóttir og Lilja G. Ingólfsdóttir, leikskólakennarar leikskólans Barnabóls Skagaströnd.
Einingakubba má nota fyrir alla aldurshópa nemenda í leik- og grunnskóla. Höfundur þeirra er Caroline Pratt. Hugmyndafræði Pratt hefur skírskotun í hugmyndafræði John Dewey.
Með einingakubbum má þjálfa: röðun og flokkun, hugtakaskilning, lögmál eðlisfræðinnar, þyngd, stöðugleika og jafnvægi. Einnig gagnast einingakubbar til að þjálfa gróf- og fínhreyfingar, samhæfingu handa og augna og skapandi og sjálfstæða hugsun.
Einingakubbarnir eru stærðfræðilega réttir, sem gerir börnunum kleift að læra hugtök stærðfræðinnar í leik.
Fræðileg og verkleg framsetning kennaranna féll í góðan jarðveg og þátttakendur lærðu mikið og höfðu gaman af á námskeiðinu.