Námsstofan á Skagaströnd

Prófum sem fjarnámsnemendur fá leyfi til að taka í Námsstofunni er lokið nú í maí. Þetta voru 27 próf sem 14 fjarnámsnemendur tóku við 4 skóla. Síðan eru nokkrir fjarnámsnemendur sem taka próf í sínum skóla. En alls eru 25 einstaklingar með samning um að nýta aðstöðuna í Námsstofunni.

 

Í Námsstofunni er góð aðstaða til að stunda fjarnám, nokkrar tölvur og lestofa. Frá áramótum hafa 29 einstaklingar nýtt sér þá aðstöðu. Fjarfundabúnaðinn hafa 8 einstaklingar notað til að sitja kennslustundir í Námsstofunni.

 

Þessa dagana og næstu vikur er Þóra Ágústsdóttir í Námsstofunni að vinna að lokaverkefni sínu við háskólann í Álaborg í Danmörku.. Verkefnið er á sviði Evrópufræði og fjallar um hvers vegna Ísland hefur ekki sótt um aðild að ESB.

 

Nú fer að hefjast innritun hjá þeim skólum sem eru með fjarnám. Því ættu þeir sem hafa verið að hugsa um að fara í fjarnám að taka sig til og kynna sér hvað þeim stendur til boða.

 

Hér eru nokkrir skólar sem bjóða upp á fjarnám:

Kennaraháskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra

Fjölbrautarskólinn við Ármúla

Háskóli Íslands

Háskólinn á Hólum

Háskólinn í Reykjavík

Tækniháskóli Íslands

Viðskiptaháskólinn á Bifröst

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri

Menntafélag byggingariðnaðarins

Rafiðnaðarskólinn

Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins

Hótel- og matvælaskólinn

Borgarholtsskólinn

Iðnskólinn í Reykjavík

Þessi listi er ekki tæmandi og skólarnir bjóða ekki upp á alla sína námsskrá í fjarnámi. Auk skólanna bjóða ýmsir aðilar alls konar áhugaverð námskeið í fjarnámi.

 

Þeir sem vilja aðstoð eða nýta aðstöðuna í Námsstofunni á Skagaströnd er bent á að hafa samband við undirritaðan.

Maí 2005

Umsjónarmaður Námsstofunnar á Skagaströnd

Hjálmur Sigurðsson

S: 8440985