Opnun á nýjum sýningarsal með myndlistarsýningunni "Finding Waters" þriðjudag 16. júní kl. 17:00.
Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur nú tekið í notkun nýjan sýningarsal sem ber heitið Gamla Kaupfélagið, sem eins og nafnið bendir til er til húsa í nýuppgerðu húsi Kaupfélagsins á Skagaströnd. Efri hæð hússins hefur nú verið gerð að sýningarsal og fyrstir til að sýna þar er alþjóðlegi listamannahópurinn Distill sem stendur fyrir sýningunni „Finding Water."
Hópurinn sem hefur sýnt saman á alþjóðlegum vettvangi frá árinu 1999 og er því tíu ára um þessar mundir hefur áður sýnt hér á landi í Listasafni Hafnarfjarðar Hafnarborg árið 2002 og Listasafni Reykjanesbæjar 2006.
Meðlimir Distill hópsins eur s Ann Chuchvara, Julie Poitras Santos og Tsehai Johnson frá Bandaríkjunum, Jaeha Yoo frá Kóreu, Patricia Tinajero frá Ekvador og Hrafnhildi Sigurðardóttur.
Sýningin "Finding Water" verður opnuð eins og fyrr segir þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 til 19:00 með gjörningi á Höfðanum kl. 18:00 og eru allir velkomnir.
Sýningin stendur til sunnudagsins 5. júlí og er opin virka daga frá kl. 9:00 til 16:00 og eftir samkomulagi um helgar, sími 864 0053.
Sýning Distill hópsins er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.