Sumarið er skollið á með öllum sínum fjölbreytileika og fjölgar nú nokkuð í Nes listamiðstöðinni. Átján manns eru nú við listsköpun á Skagaströnd og hafa þeir sjaldan verið fleiri.
Að þessu sinni eru ellefu manns frá Bandaríkjunum, tveir Þjóðverjar, einn frá Austurríki, einn Finni og einn Frakki og loks einn innlendur.
- Particia Tinajero frá Bandaríkjunum, fæst meðal annars við myndlist.
- Ann Chucvara frá Bandaríkjunum, fæst meðal annars við myndlist.
- Julia Hectman frá Bandaríkjunum, fæst meðal annars við myndlist.
- Matthew Rich frá Bandaríkjunum, fæst meðal annars við myndlist.
- Nadege Druzkowski, hún er frönsk en býr í Englandi og er málari.
- Bernadette Reiter, ljósmyndari frá Austuríki
- Tsehai Johnson frá Bandaríkjunum fæst meðal annars við myndlist.
- Julie Poitras Santos frá Bandaríkjunum, fæst meðal annars við myndlist.
- Katalin Meixner, málari frá Þýskalandi
- Adriane Wachholz, málari frá Þýskalandi
- Kreh Mellick, málari frá Bandaríkjunum
- Ashley Lamb, málari frá Bandaríkjunum
- Hanneriina Moisseinen, finnskur myndlistarmaður
- Jung-a Yang, ljósmyndari frá Suður-Kóreu
- Beth Yarnelle Edwards, ljósmyndari frá Bandaríkjunum
- Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur frá Fróni
Skagstrendingar bjóða að sjálfsögðu öllu þessu ágæta fólk velkomna og vonast eftir að dvöl þeirra verði þeim að öllu leyti ánægjuleg og þeim vinnist vel.