Nöfnur í slipp

Nöfnurnar
Nöfnurnar

Að undanförnu hefur verið unnið að því að gera Auðbjörgu SK 6, klára til sjósóknar. Norðurfar ehf keypti nýlega skipið og er það skráð á Hofsós. Skipið ber nafn nöfnu sinnar Auðbjargar HU 6 sem staðið hefur uppi í slippnum í nokkur ár.  Auðbjörg HU 6 var keypt til Skagastrandar 1977 og var að mestu gerð út á rækju og skelveiðar. Þeim er ætlað ólíkt hlutverk í framtíðinni þar sem Auðbjörg SK 6 mun ætla að sækja áfram sjóinn en hugmyndir eru uppi um að Auðbjörg HU 6 verði varðveitt á Akureyri til minnis um fyrsta frambyggða bátinn en hann var byggður árið 1960 í Slippstöðinni á Akureyri.