Ný heilsugæslustöð rís á Skagaströnd

Fréttatilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í dag verksamning vegna nýbyggingar Heilsugæslustöðvar á Skagaströnd.

 

Við   sama   tækifæri  tók  heilbrigðis-  og  tryggingamálaráðherra  fyrstu

skóflustungu    nýbyggingunni,  en  húsið  verður  reist  austan  við hús dvalarheimilisins  Sæborgar og tengist því með tengigangi. Húsið verður 267 m²  timburhús, byggt á steyptri grunnplötu með sökkulbitum. Byggingin hýsir skrifstofu  læknis  og  hjúkrunarfræðings  ásamt  tilheyrandi  aðgerða-  og rannsóknarstofu, en þar er einnig gert ráð fyrir sjúkraþjálfun, auk móttöku og  biðstofu.  Samkvæmt verksamningi á húsið að rísa fyrir 1. ágúst á næsta ári, en hönnun þess lauk í september sl.

 

Í  ársbyrjun  2005  var  ákveðið    stefna  að því að reisa á Skagaströnd svipað  hús  og  byggt  hefur verið fyrir heilsugæslustöðina á Reyðarfirði.

Frumhönnun  þess,  stærð  og staðsetning var ákveðin á fyrri hluta ársins í samráði  við  heimamenn og stjórnendur stöðvarinnar. Bjóða þurfti verkið út tvívegis  þar  sem  ekki fékkst viðunandi tilboð í fyrra útboðinu. Tilboð í seinna  útboðinu  voru  opnuð  1. nóvember sl. og bárust þá fjögur tilboð í verkið  sem  voru  11 til 24 % yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Ákveðið var að taka tilboði lægst bjóðanda, Trésmiðju Helga Gunnarssonar ehf á Skagaströnd.

Heilsugæslustöðin  á Skagaströnd er nú í tveggja hæða húsi, sem tekið var í notkun  1967.  Var upphaflega íbúð læknis á efri hæð og móttaka sjúklinga á neðri  hæð.  Nokkur  undanfarin ár hefur heilsugæslustöð verið rekin á efri hæð  hússins  en  á  neðri  hæðinni  er  apótek og aðstaða fyrir tannlækni.

Nokkuð  þótti  vanta  á    húsnæðið  stæðist kröfur sem nú eru gerðar til heilsugæslustöðva  meðal  annars uppfyllti húsið ekki kröfur sem gerðar eru

um   aðgengi   hreyfihamlaðra  og  því  var  ákveðið    reisa  nýtt  hús.

Heilbrigðisstofnunin   á   Blönduósi   sér  um  rekstur  heilsugæslunnar  á

Skagaströnd.  Eftir    verksamningar  voru undirritaðir og ráðherra tekið  fyrstu  skóflustunguna var boðið upp á kaffiveitingar í Viðvík á Skagaströnd.