Framkvæmdir eru hafnar við að skipta um klæðningu á skemmunni að Hafnarlóð 6. Samið var við Trésmiðjuna Hefil um framkvæmdina og er hún á vegum húsfélagsins að Hafnarlóð 6. Skemman er byggð árið 1946 sem mjölskemma fyrir Sílarverksmiðjuna. Húsið er í eigu nokkra aðila í dag og hefur að mestu tekið við því hlutverki að þjónusta hafnsækna starfssemi. Verktími er áætlaður 4 mánuðir og mun aðkoman að hafnarsvæðinu taka miklum breytingum enda hefur útlit hússins verið bágborið um nokkurn tíma.