Nýtt framboð Ð-listinn - Við öll

 

Nýtt framboð Ð-listinn, fékk samþykktan framboðslista tíu  frambjóðenda laugardaginn 10. maí, til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Einkennisorð listans og heiti hans er Við öll.

Í fréttatilkynningu frá Ð-listanum segir að um sé að ræða hóp fólks sem vill tryggja öllum íbúum Skagastrandar raunverulegan valkost á því að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að ganga til kosninga í vor.

„Ljóst má vera að framtíð bæjarins er í höndum bæjarbúa allra og því er áhersla framboðsins að samfélagið skuli byggja á algeru gagnsæi stjórnsýslunnar, góðu siðferði og stóraukinni þátttöku íbúa Skagastrandar í stjórnsýslu sveitafélagsins,“ segir í tilkynningunni.

Framboðslisti Ð-listans er skipaður eftirtöldum einstaklingum:

1. Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri
2. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi
3. Kristín Björk Leifsdóttir, háskólanemi
4. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari
5. Eygló Amelía Valdimarsdóttir, snyrtifræðingur
6. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir
7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi.
8. Þröstur Líndal, bóndi
9. Sigríður Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir.
10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari