10.11.2003
Það óhapp vildi til þegar skipverjar á Ólafi Magnússyni HU 54
voru á veiðum í morgun að þeir misstu netatrossu, sem þeir voru
nýbúnir að draga, fyrir borð.
Á sama tíma bakkaði skipið og netin flæktust í skrúfunni. Skipverjar á
Grímsey ST 2 frá Drangsnesi komu til hjálpar og drógu Ólaf að bryggju
á Skagaströnd og komu þeir til hafnar um hádegisbilið.
Blíðskaparveður er á miðunum og lítil hætta á ferðum.