Opið hús hjá Nes-listamiðstöð á sunnudaginn

Þeir listamenn sem dvalið hafa í júlí hjá Nes-listamiðstöðinn verða með opið hús sunnudaginn 27. júlí frá kl. 14 til 18. Þeir opna vinnustofur sínar og bjóða öllum að koma og skoða afrakstur mánaðarins, segja frá verkum sínum og svara spurningum gesta. Hér er kærkomið tækifæri til að hitta þetta ágæta fólk og sjá hvernig það stendur að listsköpun sinni.

 

Listamenn Ness í júlí eru þessir:

  • Marian Bijlenga, myndlistarmaður frá Hollandi
  • Jade Boyd, myndlistarmaður frá Ástralíu
  • Ger Clancy, skúlptúrlistamaður frá Írlandi
  • Wendy Crockett ljósmyndari frá Kaliforníu
  • Guðrún Benónýsdóttir, myndlistarmaður
  • Halldór Árni Sveinsson, málari og kennari
  • Jon Mertz, skúlptúrlistamaður frá Sviss