Fimmtudaginn 12. maí s.l. buðu nemendur og kennara Leikskólans Barnabóls í svokallað „opið hús“.
Annað hvert vor, árið með oddatölu, er gestum og gangandi boðið formlega að koma í heimsókn, ganga um leikskólann og fylgjast með leik og starfi nemenda og hvernig hefðbundinn leikskóladagur gengur fyrir sig. Skoða verkefni og iðju nemenda og fá innsýn og upplýsingar um metnaðarfullt skólastarf Barnabóls.
Foreldrafélag leikskólans var með kaffisölu á Cafe Barnabóli og einnig með sölu á myndverkum eftir nemendur.
Í ár bauð félagið upp á hoppukastala á leikskólalóðinni sem vakti mikla ánægju. Í bliðskaparveðri iðað leikskólalóðinn af lífi og fjöri.
Margir Höfaðskólanemendur komu og léku sér með leikskólanemendum í kastalanum.
Þetta var skemmtilegur dagur og margir litu inn og tóku þátt í honum með okkur og stjórnendur Barnabóls þakka öllum fyrir komuna og að gera daginn ánægjulegan með þeim og börnunum.