Miðvikudaginn 30. mars klukkan 20 verður kanadíski listamaðurinn Christie Kirchner með opið hús í Nesi listamiðstöð.
Christie hefur dvalið á Skagaströnd síðast liðin mánuð. Verk hennar eru teikningar þar sem hún sækir innblástur í landslag og sögu Skagastrandar.
Hún heillaðist strax af sögunni af Þórdísi og hvernig sagt er að hún hafi greitt á sér hárið með gull kambi í hlíðum Spákonufells. Verkin kallar hún „Secret futures“.
Vonast er til að sem flestir láti sjá sig.