Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi var haldið á Háagerðisvelli, Skagaströnd, laugardaginn 22. júní sl. Mótið er fyrsti hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Alls tóku 35 keppendur þátt í mótinu. Veður var með ágætum og allar aðstæður til spilamennsku góðar. Úrslit urðu sem hér segir:
Kvennaflokkur án forgjafar
1. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 90 högg
2. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 91 högg
3. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 95 högg
Karlaflokkur án forgjafar
1. Brynjar Bjarkason GÓS 77 högg
2. Oddur Valsson GSS 79 högg
3. Arnar Geir Hjartarson GSS 82 högg
Punktakeppni með forgjöf
1. Hafþór Smári Gylfason GSK 37 punktar
2. Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson GÓS 35 punktar
3. Einar Ágúst Gíslason GSS 34 punktar