23.08.2004
Opna KB banka golfmótið á Skagaströnd var haldið í
frábæru veðri í laugardaginn 21. ágúst. Mót þetta sem
jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen tókst í alla
staði vel. Keppendur voru 34 frá 10 golfklúbbum.
Sigurvegari í kvennaflokki án forgjafar varð Árný L.
Árnadóttir GSS á 86 höggum. Hún sigraði einnig með
forgjöf og lék á 77 höggum. Í karlaflokki án forgjafar
sigraði Jóhann Ö. Bjarkason GSS eftir bráðabana við
Pál Valgeirsson GOS, léku þeir á 83 höggum. Með
forgjöf sigraði Guðjón H. Sigurbjörnsson GSK á 66
höggum.