Ormahreinsun hunda og katta sem átti að fara fram í dag frestast um eina viku vegna veðurs. Ný tímasetning er því þriðjudagurinn 13. febrúar milli klukkan 16:00 og 18:00 og fer fram í aðstöðu áhaldahússins.
Samkvæmt samþykkt um hundahald á Skagaströnd skulu allir hundar og kettir í sveitarfélaginu ormahreinsaðir ár hvert.
Þriðjudaginn 6. febrúar milli 16:00-18:00 mun dýralæknir frá Dýraspítalanum í Glæsibæ sinna ormahreinsun og verður með aðstöðu í áhaldahúsi sveitarfélagsins.
Ormahreinsun er innifalin í árlegu hunda- og kattaleyfisgjaldi. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma.
Minnum á að samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hunda og ketti skulu allir hundar og kettir í sveitarfélaginu vera skráðir. Skráningarblað má finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir eyðublöð. Hægt er að skila inn eyðublaði á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið skagastrond@skagastrond.is
Skráð dýr stendur til boða ormahreinsun á vorin endurgjaldslaust. Skráðir hundar eru svo með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá í gegnum sveitarfélagið.
Ábyrgðartrygging hunda er ætluð til að mæta skaðabótakröfum vegna tjóns sem hundur veldur á þriðja aðila. Þetta geta bæði verið tjón á eignum og líkamstjón og er oft um háar fjárhæðir að tefla.