Spákonuhof verður opnað innan skamms á Skagaströnd í samkomuhúsbragganum, gömlu Tunnunni. Þar verður sýning um Þórdísi spákonu fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar en hún var uppi á síðari hluta 10. aldar.
Boðið verður upp á margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir. Og ekki síst geta gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur.
Vegna opnunarinnar er nú verið að leita eftir myndum af húsinu, samkomuhúsbragganum, gömlu Tunnunni. Leitað er eftir öllum myndum af viðburðum innandyra jafnt sem utan. Skiptir engu hvort myndirnar eru góðar eða ekki.
Þeir sem eiga slíkar myndir eru beðnir um að láta Dagnýju M. Sigmarsdóttur vita en síminn hjá henni er 861 5089.