Árnes er elsta húsið á Skagaströnd, byggt árið 1899, og er einstakt dæmi um aðstöðu og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Það hefur nú verið endurbyggt í því sem næst upprunalegri mynd og menningar- og sögulegt gildi þess er mikið.
Auglýst hefur verið eftir tillögum eða hugmyndum um nýtingu og/eða rekstur í Árnesi. Leitað er eftir aðilum sem er tilbúnir til að fylgja hugmyndum sínum eftir.
Frestur til að skila hugmyndum er til föstudagsins 3. júlí 2009.
Sveitarstjóri