Óvissustig almannavarna á landinu - skóla, leikskóla og öðrum stofnunum sveitarfélagsins verður lokað á morgun

Höfðaskóli, leikskólinn Barnaból, íþróttahús- og sundlaug verður lokað á morgun föstudaginn 14. febrúar.

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið.  Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land. 

Fylgist með frekari upplýsingum fra almannavörnum, á Facebook https://www.facebook.com/Almannavarnir um veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið.

Ég bið íbúa vinsamlegast um að gera viðeigandi ráðstafanir, tryggja að lausamunir séu festir niður eða komið í var og að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Frekari upplýsingar verða settar inn á morgun ef þurfa þykir.

Sveitarstjóri