Prjónakaffi í Kvennaskólanum

Prjónakaffið í Kvennaskólanum er í 2. viku mánaðarins – áhugasamir eru hvattir til að mæta með prjóna eða aðra handavinnu, sýna sig og sjá aðra, fræðast og njóta.   Úrval bóka og tímarita eru til útláns.

Kompan - hannyrða- og föndurverslun á Sauðárkróki kynnir vöru sína og þjónustu.

Herdís í Kompunni mun leggja sérstaka áherslu á að kynna ýmiskonar garn fyrir hekl, prjón og útsaum, og ull í þæfingu.  Þá kynnir hún þá þjónustu sem verslunin býður upp á: námskeið, leiðbeiningar og pöntunarþjónustu.
 
Handverkshús Textílsetursins – undirbúningur er hafinn og verða ýmis námskeið í boði fyrir áhugasama.  Tóvinnunámskeið er fyrirhugað helgina 14. – 15. mars.  Einnig verður boðið upp á prjónanámskeið, þæfingarnámskeið og námskeið í vinnu með leður og roð. Skráning í s. 894-9030 og textilsetur@simnet.is.