Prjónakaffi í Kvennaskólanum á Blönduósi

Miðvikudaginn 12.nóvember kl. 20.00 verður boðið upp á svokallað prjónakaffi í Kvennaskólanum á Blönduósi. Kynnt verður ný prjónabók Ístex, ný hönnun og fjölbreytt framleiðsla á handprjónabandi.

 

Gestir frá Ístex verða Védís Jónsdóttir, hönnuður, Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri og Rebekka Kristjánsdóttir, sölustjóri.

 

Mikið úrval bóka og uppskrifta að skoða og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi.

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta með prjóna eða aðra handavinnu og eiga notalega kvöldstund saman.