Markaðsskrifstofa ferðamála hefur boðað til ráðstefnu til að ræða ímynd Norðurlands. Hún verður haldin þann 28. febrúar og stendur frá kl. 9 til 16:30. Allir eru velkomnir.
Megintilgangur og markmið ráðstefnunnar er ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta.
Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um möguleika á beinu millilandaflugi inn á Norðurland utan háannar og áhrif þess á atvinnulífið, ferðaþjónustuna og samfélagið.
- Nýjar áherslur í markaðssetningu svæðisins
- Beint millilandaflug til Akureyrar
- Markaðssetning utan háannar
- Markaðssetning í Bretlandi
- Reynslan frá Lapplandi
- Erum við tilbúin?
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja, fulltrúar frá sveitarfélögunum, bæjar- og sveitarstjórar á Norðurlandi, fulltrúar Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Iðnaðar- og ferðamálaráðuneyti, Ferðamálaráð, Samtök Ferðaþjónustunnar, flugfélögin, rannsóknarstofnanir, háskólafólk, fulltrúar frá atvinnulífinu, verslunarfólk, bændur, matvælaframleiðendur, og allir þeir sem áhuga hafa á málefninu og vilja leggja sitt að mörkum til eflingar íslenskri ferðaþjónustu.
Þátttökugjald er 3.000 kr. Innifalið: morgunkaffi - hádegisverður- síðdegiskaffi.
Samstarfsfyrirtæki MFN og háskólanemar greiða hálft þáttökugjald.
Skráning á ráðstefnuna er hjá Maríu Axfjörð á skrifstofu MFN: maria@nordurland.is