Rjúpnaveiði 2024

 

Búið er að undirrita stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu sem hægt er lesa nánar um á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Veiðar eru leyfðar frá föstudögum og til og með þriðjudögum, veiðidagar eru heilir og gildir eftirfarandi fyrir Norðurland vestra:

  • 20 veiðidagar (25. okt – 19. nóv)

Áréttað er að rjúpnaveiði er með öllu óheimil innan skógræktargirðingarinnar í Spákonufelli á Skagaströnd. Þá er óheimilt að keyra um slóðana sem búið er að ryðja vegna skógræktar. Hægt er að leggja hjá skíðaskála og ganga slóðana.

Skorað er á rjúpnaskyttur að virða umræddar umgengnisreglur um svæðið.

Nánar má kynna sér fyrirkomulag rjúpnaveiða þetta árið á vefsíðu Umhverfisstofnunar hér. 

 

Sveitarstjóri