Rósamál heitir hin nýja ljóðabók Steinunnar P. Hafstað. Hún mun lesa upp úr bókinni fimmtudaginn 9. október næstkomandi í Kaffíhúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd.
Bók sem verð er allrar athygli. Í bókinni eru mögnuð ljóð, rík að lífsvisku og dýpt sem snertir strengi í hjarta lesandans.
Steinunn P. Hafstað er fædd í Reykjavík og gaf út fyrstu bók sína fyrir fjórum árum ljóðabókina „Vertu sem lengst“.
Í ljóðum Steinunnar er sannarlega engin lognmolla, en í þeim felst samt mikill friður, gleði og einlæg sátt.