Í vetur hafa 8 nemendur 9. - 10. bekkja Höfðaskóla verið í heimilisfræðivali tvo tíma á viku.
Fyrir stuttu var efnt til matreiðslukeppni meðal þeirra. Áttu þau að elda og bera fram rétt að eigin vali.
Nemendur þurftu að huga að bragði, úliti og vanda vinnubrögð auk þess sem kostnaður mátti ekki fara yfir 1.000 kr.
Óhætt er að segja að keppendur lögðu mikinn metnað í vinnuna og var afraksturinn eftir því glæsilegur og bragðgóður.
Dómarar voru Gunnar Halldórsson matreiðslumaður og Guðbjörg Ólafsdóttir matgæðingur og fyrrum heimilisfræðikennari. Eftir vandlega umhugsun komust þau að þeirri niðurstöðu að eftirtaldir hefðu unnið keppnina:
1. sæti: Saga Lind Víðisdóttir með franska súkkulaðitertu með chili/appelsínusósu
2. sæti: Lilja Svandís Hallgrímsdóttir með fylltar kjúklingabringur
3. sæti: Sæþór Bragi Ágústsson með beikonvafðar kjúklingabringur
Vegleg verðlaun voru veitt og voru þau gefin af MS, Samkaup Úrval, Vilko og Kántrýbæ.
Fleiri myndir úr keppninni má sjá á myndasíðu Höfðaskóla.