Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf undirrituðu 2ja ára samning þann 30. mars sl. og bættust sveitarfélögin í A-Hún þar með í stóran hóp sveitarfélaga sem nýta sér talþjálfun í gegnum netið. Samningurinn lýtur að talmeinaþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna og munu fyrstu börnin byrja fljótlega í talþjálfun. Greiningar verða ennþá í höndum Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, talmeinafræðings A-Hún. Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Tröppu við undirritun samningsins í húsakynnum Tröppu í Aðalstræti, Reykjavík.