Á fundi sveitarstjórnar 15. apríl sl. var samþykktur samningur milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Menningarfélagsins Spákonuarfs ehf. um heimildasöfnun um gömul hús og byggðina á Skagaströnd
Verkið er fólgið í söfnun heimilda annars vegar um þau hús sem horfin eru, sögur þeirra, uppruna og endalok og hins vegar um þau eldri hús sem enn standa.
Heimildum verður safnað um hús sem stóðu á Skagaströnd á árabilinu 1840-1940. Þrátt fyrir að síðara ártalið sé sett 1940 er miðað við hús sem stóðu eftir þann tíma og standa jafnvel enn. Einnig um önnur hús en íbúðarhús sem skiptu máli á þessum tíma ss. verslunarhús, þinghús, skólahús, verthús osfrv.
Heimilda verður leitað um:
Verkefnið tekur til húsa innan núverandi sveitarfélagsmarka Skagastrandar og nær því út fyrir þéttbýlið. Fell, Háagerði, Finnstaðir ofl. eiga því heima í hópi þeirra húsa sem heimildum skal safna um.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.