SAMNINGUR UM SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU Í AUSTUR HÚNAVATNSSÝSLU

Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri, Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur og Sara Lind Kristjánsd…
Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri, Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri við undirritun samnings.

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning.

Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir Félags- og skólaþjónustu A-Hún. síðastliðinn sex ár og hefur haft fasta viðveru í hverjum mánuði.

Markmiðið með nýjum samningi er að efla sálfræðiþjónustu á svæðinu. Ester er nú með viðveru í allt að viku einu sinni í mánuði.