Samfélagsfræðikennarar Húnavatnssýslna voru boðaðir til samráðsfundar þriðjudaginn 3. mars í Grunnskólann á Blönduósi.
Markmið fundarins var að ræða saman, skiptast á verkefnum, hugmyndum og kennsluaðferðum í samfélagsfræði. Kennarar komu með til fundarins kennsluáætlanir, verkefni, bækur og önnur gögn sem tengjast greininni og reynst hafa vel í kennslunni. Allir höfðu eitthvað fram að færa og jókst því hugmyndabanki kennaranna mikið.
Stjórnandi samráðsfundarins var Hörður Ríkharðsson, kennari. Námskeiðið var haldið á vegum Fræðsluskrifstofu A- Hún. Myndin er af þátttakendum og leiðbeinanda.