Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 2. júlí 2014 var samþykktur samningur við Hjallastefnuna ehf.
Í honum kemur fram að Hjallastefnan og sveitarfélagið Skagaströnd geri með sér samkomulag þar sem Hjallastefnan veiti leikskólanum Barnaból faglega ráðgjöf, kemur að breytingum og aðstoðar við innleiðingu á starfsháttum, umhverfi og aðferðum Hjallastefnunnar.
Hjallastefnan ehf og sveitarfélagið Skagaströnd munu auglýsa sameignlega eftir skólastjóra leikskólans Barnabóls og starfsmenn Hjallastefnunnar munu sömuleiðis aðstoða við ráðningu skólastjóra og endurskipulagningu á starfsmannahaldi. Við innleiðingu Hjallastefnunnar mun Hjallastefnan leggja til ráðgjafa og aðra sérfræðinga eftir þörfum, standa fyrir námskeiðum og fræðslu til starfsmanna og sinna upplýsingagjöf til forráðamanna.
Rekstur skólans og ábyrgð verður áfram hjá sveitarfélaginu en markmið samkomulagsins er að rekstur leikskólans færist yfir til Hjallastefnunnar um áramótin 2014-2015 en eigi síðar en 1. ágúst 2015.
2. júlí 2014
Sveitarstjóri