Sérstakar aðstæður í snjónum.

 

Mjög sérstakar aðstæður sköpuðust í snjóþekjunni sem lá yfir á Skagaströnd í gærkvöldi (miðvikudag). Jafnfallin lausamjöll hafði lagst yfir og þegar kvöldaði lækkaði hitastigið en jafnframt hvessti hressilega. Í stað þess að snjóinn færi að skafa eins og oftast er við þessar aðstæður rúllaðist hann upp í mismundandi stóra snjóbolta. Þessi snjóboltagerð náttúrunnar blasti svo við íbúunum í morgun og ljómaði í hádegissólinni.