21.01.2011
Síðasti skiladagur könnunar um aukna þjónustu Símans er í dag. Nemendur úr tíunda bekk Höfðaskóla gengu í hús í gærkvöldi og miðvikudagskvöldið og söfnuðu saman miðum. Ekki náðist í alla og þeir sem enn eiga eftir að skila geta gert það á skrifstofu sveitarfélagsins fram til klukkan 16 í dag.
Fólk er hvatt til að taka þátt í könnuninni enda verða niðurstöðurnar notaðar til að knýja á um að Skagstrendingar fái notið sömu þjónustu og flestum öðrum landsmönnum stendur til boða.
Miðað er við að hvert heimili skili einum seðli.