Skafti Fanndal sest helst á hverjum morgni út á bekk á Hnappstaðatúni og fær sér eina pípu. Hann segir að þetta sé orðin siður hjá sér og honum líði vel þarna hjá rósunum. Reyndar segist hann helst kalla svæðið Vigdísarvelli því það hafi verið byggt upp þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti kom í heimsókn 1988. Þegar okkur bar að brostu fjallarósirnar við Skafta þarna í morgunsólinni.