Mikið grín og mikið gaman var í spurningakeppninni „Drekktu betur“ sem haldin var í Kántrýbæ á föstudagskvöldið.
Stjórnandi og spyrill í þetta sinn var Ólafía Lárusdóttir, starfsmaður BioPol ehf. Mörgum þóttu spurningarnar þungar en engu að síður náði sigurliðið 23 stigum sem var það sama og sigurliðið fékk í keppninni fyrir hálfum mánuði.
Hjónin Signý Ósk Richter og Ingibergur Guðmundsson sigruðu að þessu sinni og fengu Carlsberg bjórkassa í verðlaun.
Nokkuð færri höfðu bjórspurninguna rétta, en spurt var hvaða tindur landsins er næst hæstur. Svarið sem Ólafía gaf upp var Bárðarbunga, 2000 m. Sjö manns voru með rétt svar sem er snöggtum færra en síðast þegar nær hálfur salurinn gat sér til um að lengra væri til Færeyja en Grænlands.
Næsta keppni verður 24. október og þá verður Hjörtur Guðbjartsson
spyrill.