Sjálfboðaliða vantar fyrir SEAS hátíð.

 Nes Listamaðurinn Sophie Gee er að leita að áhugamönnum til að hjálpa og leika í verkefni/sýningu um hvað við gerum í daglegu lífi. Verkið verður sýnt laugardaginn 29. september.

 

Þátttakendur /leikarar eru beðnir um að gera hluti sem við gerum dags daglega s.s að hlaupa, þrífa skó, elda og syngja. Það eru engar línur eða setningar sem þarf að læra. Áhugamenn geta líka hjálpað við að búa til sögur og skrifa verkið með listamanninum. Lítið verður af æfingum og á sveigjanlegum tímum.

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hringdu í Sophie í síma

862 0719, Netfang gee.sophie@gmail.com eða komdu við hjá NES.  

ATH! Það verður Túlkur á öllum æfingum.