Dagskrá fyrir sjómannadagshelgina 9 til 12 júní.
Fimmtudagurinn 9. júní
16:00 – 18:00 Frisbígolf
Formlega opnað á tjaldsvæðinu og grill í boði UMF Fram
18:00 – 20:00 Skreytingar
Bæjarbúar eru hvattir til að draga fram
skreytingar og fá nágranna með sér í lið til að gera bæinn sem glæsilegastan
20:00 – 21:00 Sjómannadagsmerki
Seld af Björgunarsveitinni Strönd
merkið kostar 1500 kr - Tökum vel á móti þeim!
21:30 – 22:00 Bjarnabúðarbíó (hús Björgunarsveitarinnar)
Stuttmynd
Föstudagurinn 10. júní
17:00 – 22:00 Fiskasýning á Fiskmarkaðinum
Þekkir þú alla fiskana sem finnast sjónum?
15:00 – 16:00 Lærum og lesum rúnaletur
Fyrir káta krakka í Spákonuhofi
16:00 – 18:00 Stuttmynd
Sýnd í gamla frystiklefanum í Nes listamiðstöð
17:00 – 18:30 Sjómannadagshlaupið og froðurennibraut
Einstaklega litríkt og skemmtilegt hlaup, ískaldir
drykkir í boði Ölgerðarinnar og brjálað froðustuð!
(Mæting á bílaplanið hjá Félagsheimilinu Fellsborg)
18:00 – 19:30 Sundlaugarpartý
20:00 – 20:45 Útsýnissigling um Húnaflóa
21:00 – 23:00 Tónleikar í Bjarnabúð
Hugrún, Jonni, Halldór og Sigga
Sóley Sif, Sigríður Kristín og Steinunn Kristín
Sigvaldi Helgi
23:00 – 02:00 Sigvaldi Helgi trúbador á Harbour restaurant & bar
Laugardagurinn 11. júní
11:30 – 12:30 Sirkus unga fólksins með sirkussmiðju
Í íþróttahúsinu. Viðburðurinn er í boði
Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli
13:00 – 14:00 Dorgveiðikeppni
Verðlaun fyrir þyngsta, lengsta og minnsta
13:00 – 17:00 Jeppasýning á bryggjunni
14:00 – 16:00 Skemmtun á plani
Skotið úr fallbyssu
Sirkus ungafólksins með sýningu
Leikir og þrautir
Andlistmáling og blöðrudýr
Björgunarsveitin Strönd verður með sjoppu á staðnum
14:00 - 17:00 Stuttmynd
Sýnd í gamla frystiklefanum í Nes listamiðstöð
15:00 - 17:00 Kveðja til þín - Sýning í Árnesi
Sýningin tengist fyrrum íbúm í Árnesi
15:00 - 18:00 Ljósmyndakeppni Gleðibankans í Bjarmanesi
Kosning um 6 bestu myndirnar
19:00 Kvöldverður á Harbour restaurant & bar
(Borðapantanir í síma 555 0545)
21:00 - 23:00 Tónleikar með GG BLÚS
Á Hólanes Restaurant & Bar (miðaverð 2.000)
23:30 - 03:00 Dansleikur með Stjórninni í Fellsborg
(miðaverð 5.500)
Sunnudagurinn 12. júní
12:30 – 13:00 Skrúðganga
Frá hafnarsvæði til messu
13:00 – 14:00 Sjómannadagsmessa í Hólaneskirkju:
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir messar
Merete Rabølle er ræðumaður dagsins
Að lokinni athöfn verður lagður blómsveigur að Minnisvarða
um drukknaða sjómenn
14:00 – 14:30 Karmellufjör
Á íþróttavellinum við Fellsborg, mælt er með
að mæta með lítinn poka
14:00 – 17:00 Ljósmyndakeppni Gleðibankans í Fellsborg
Kosning um sex bestu myndirnar
14:00 – 17:00 Kaffisala í félagsheimilinu Fellsborg
14:00 – 17:00 Hestamannafélagið Snarfari
Teyma undir börnum