02.06.2003
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Skagaströnd,
sunnudaginn 1. júni sl. Hátíðardagskrá var með hefðbundnum
hætti.
Dagurinn hófst með skrúðgöngu frá höfn að kirkju þar sem
haldin var sjómannamessa. Að messu lokinni var lagður
blómsveigur á minnimerki týndra sjómanna. Eftir hádegi var
boðið upp á skemmtisiglingu en síðan hófst dagskrá með
kappróðri. Eftir það voru hefbundin atriði á Hafnarhúsplani þar
sem m.a. Hallgrímur Jónsson var heiðraður fyrir störf við
sjómennsku. Eftir dagskrá við höfnina lauk var kaffisala í
skólanum. Þar var einnig opin málverkasýning Jóns Ó
Ívarssonar og einnig sýning á verkum nemenda grunnskólans.
Í Fellsborg var sýnd fjölskyldumyndin Skógarlíf II.
Hátíðarhöldum lauk síðan með dansleik í Fellsborg þar sem
hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lék fyrir dansi.
Það er Björgunarsveitin Strönd sem hefur veg og vanda af dagskrá
sjómannadagsins.