Á laugardaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur eins og fyrri ár með skemmtilegri dagskrá. Björgunarsveitin sem annast hátíðarhöldin ákvað að sleppa frægum skemmtikröftum að sunnan í þetta skiptið og endurvekja frekar gamla stemningu. Því verður mikið úrval af leikjum á plani sem almenningur tekur þátt í.
Kaffisalan verður í félagsheimilinu Fellsborg í stað Höfðaskóla. Kaffisalan skiptir miklu máli í fjáröflun Björgunarsveitarinnar á sjómannadaginn og því vonast bjögunarsveitarmenn eftir góðri aðsókn í kaffið og meðlætið
Dagskrá sjómannadagsins er ekki síst skemmtileg þegar við tökum sjálf þátt í atriðum. Þeir sem undirbúa dagskráratriði vonast því eftir að félagsmönnum vel tekið í leit þeirra að fólki í leiki og dagskráratriði.
Dagskrá:
Kl. 10:30 Skrúðganga frá höfninni til kirkju.
Fjölmennum í skrúðgönguna til að halda við skemmtilegri hefð og gefa sjómannadeginum hátíðlegan blæ.
Kl. 11:00 Sjómannamessa í Hólaneskirkju.
Kór sjómanna syngur við athöfnina.
Að messu lokinni verður lagður blómakrans við minnismerki týndra sjómanna til að heiðra minningu þeirra.
Kl. 13:15 Skemmtisigling.
Foreldrar hvattir til þess að fjölmenna með börn sín.
Kl. 14:00 Skemmtun á hafnarhúsplani.
Kappróður – leikir
Kl. 15:30 Kaffisala í Fellsborg
Leikir fyrir krakkana á fótboltavelli
Kl. 23:00 Stórdansleikur í Fellsborg.
Hljómsveitin Bermuda leikur fyrir dansi
ATH Því frábæra fólki sem tóku að sér að baka fyrir kaffisöluna er bent á að skila bakkelsi í félagsheimilið kl. 12:00 á laugardag.
Góða skemmtun
Björgunarsveitin Strönd