Skagastrandarbíó auglýsir!!

                                  

Fjölskyldumyndin

Draumalandið

Íslenskt tal

verður sýnd

mánudaginn 26. desember

Annan í jólum

kl 14:00.

Miðaverð kr. 500.

Töfrandi staðir, latir álfar, lævísar nornir, óþekk tröll...

en hvar er álfadrottningin Títanía?

 

ÞORÐU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA!

 

Þjóðsögur í hertogadæminu Óniríu segja að einu sinni á ári, á Jónsmessunótt, geti mannfólkið farið inn í heim álfa og trölla þar sem draumarnir rætast ef þú trúir á óskir og töfra.

Helena, dóttir hertogans Þeseifs, er tortryggin efasemdarmanneskja sem er mótfallin draumórum föður síns. Það er ekki fyrr en líf hans er að veði að hún ákveður að halda af stað í leit að álfadrottningunni Títaníu. Í för með henni, slást hinn slóttugi Demetríus sem vill giftast Helenu til að erfa auðæfi föður hennar, klaufski ævintýramaðurinn Lísander, Brokki  lukkutröll, Óberon álfakóngur og margir fleiri sem þau hitta á leiðinni.

Í Draumalandi þarf Helena að sigrast á tortryggni sinni til þess að þau komist af, í þessum heimi ótrúlegra ævintýra. Þau hitta ógleymanlegar persónur, álfa, tröll og kynjaverur og lenda í háska þar sem reynir á, hvort verður yfirsterkara, trúin eða tortryggnin.